Niður rjóðann vangann
Renna tárin af gleði
Út í geiminn kaldann
Með minningu að vopni
Falla frosin spjót
Sem stinga hjartans rót
Hvar situr kóngurinn
Sem semur lagabálk
Ástin er harmurinn
Og hatur hérastökk
Gula nornin flýgur
Yfir himinn svartann
Af sviknu augnaráði
Andar hafið að mér
Forneskjuvilja náði
Fagnandi uns hann fer
Sorgin hlær djúpum skurðum
Sem blæða hrauntungum
Tóma rýmið fyllist
Með rauðum rósablöðum
Úr brjósti mér hellast
Hugsanir um þig...
Yfirþyrmandi stingur
Tilveru mína sker
Lifandi og í sundur