Ég sit á háum tindi Hraundranga
Ég sit og horfi niður í dalinn
Hægur vindurinn blæs gráum þokum
Kyrrðin talar dáleiðandi röddum
Ég held fastar í klettabrúnina
Ég sé þoku að neðan og ofan
Dauft ljós á himni strýkur þokuna
Hvort skyldi ég falla eða rísa?
Ég finn eftir stund fyrir skelfingu
Ég hugsa ég gæti fallið niður
En hvers vegna hæfi ég ekki jörð?
Hvorki tungl né sól, dagur né nótt veit
Ég finn mjög skyndilega fyrir ró
Ég skil loksins af hverju ég er hér
þokan umvefur mig líkt og teppi
Raddir þagna og ég sef, svífandi