Mállaus þjóð
Heyrðu elsku vinur, hefurðu velt fyrir þér
Er þetta allt og sumt? Er þetta lífið sem þú hugsaðir þér?
Þú vinnur of mikið en færð ekki neitt
Nema rétt til að rífa kjaft
En þú færð ekki rassgati breytt
Til þeirra sem landinu stjórna
Samantekin ráð, dómarnir falla
Ráðamenn þeir dæsa dátt
Mannsálin troðin
Og við mállaus þjóð, segjum fátt
Föðurlandið brennur og mæður okkar með
Því þeir sem stjórna hér, þeir vilja, þeir ætla sér að hafa vit fyrir mér
Þeir blaðra, þeir blekkja og loforðin tóm
Þeir svíkja, þeir pretta og trúa því
Að við munum ekki neitt
Til þeirra sem landinu stjórna
Samantekin ráð, dómarnir falla
Ráðamenn þeir dæsa dátt
Mannsálin troðin
En við mállaus þjóð, segjum fátt