Fengu starf sit í arf
Spila sig og sína nótt og dag
Ein stór fjölskylda
Gera þátt, hafa hátt
Hygla bara þeim sem standa næst
Á alla aðra læst og lokað úti
Þetta lag verður aldrei spilað á Rás 2
Því frændi minn hann vinnur ekki þar
Þetta lag verður aldrei spilað á Rás 2
Það ætti kannski möguleika ef einhver
æviráðinn ynni þar
Spila vin og pabba sinn
Taka viðtöl meðal ættingja,
Virðist vera alkunna
Ég sendi inn myndbandið
Sú hugmynd sigldi bara beint í strand
Því það flokkast ekki sem endursýning
Þetta lag verður aldrei spilað á Rás 2
Því frændi minn hann vinnur ekki þar
Þetta lag verður aldrei spilað á Rás 2
Það ætti kannski möguleika ef einhver
æviráðinn ynni þar
Nú verða sagðar fréttir
En einungis fréttir sem henta okkar pólitísku skoðunum
Þið hin þarna úti þurfið ekkert
Að fá að vita hvað er að gerast í heiminum
Því okkar fréttir eru bara fyrir góða fólkið
Góðar stundir og góða nótt
Þetta lag verður aldrei spilað á Rás 2
Því frændi minn hann vinnur ekki þar
Þetta lag verður aldrei spilað á Rás 2
Það ætti kannski möguleika ef einhver
æviráðinn ynni þar