Eins og lítil dýr í dimmu húsi,
Við erum ung og villt.
Við hittumst þar og leikum okkur,
Skítug og spillt.
Skiptumst á beittum orðum, beittum brögðum.
Það má enginn vita hvað við gerðum, hvað við sögðum.
Við bítum, klórum, breytum grimmd í losta.
Gerum allt sem ekki má hvað sem það mun kosta.
Okkur er sama hvað er rangt og sama hvað er bannað.
Þetta eina skipti skiptir öllu máli,
Ekkert annað.
Leyfðu mér að vera vond.
Voðalegur hamagangur á þér.
Reittu upp reiðina, springdu og spurðu svo
Hvað amar að mín kæra meyja?
Tilfinninga, óróleika,
óstabíla þyngdarlögmál undirmeðvitundarinnar.
Skapstyggi andskoti, ekki rífa svona fast í hárið á mér
Skildu mig svo eftir, þakta í blóði mínu.
Hvíld eftir óróleikann, týnd í eigin hugsunum.
Smátt og smátt fer fólk að forðast líkama minn.