Svört kvöldin svíkja augun mín
ótal brestir verða til í mér
En nóttin svæfir mig fyrir rest
Leggur hönd um háls og herðir að mér
Ég horfði út í svarta nótt
Köld golan ómar vel við orðin þín
Ég vona að ég vakni aldrei
Þig svíkur tíminn eins og mig fyrir rest
Þú slekkur eldinn innst í mér með fáum orðum
Þú svertir kvöldsins köldu sól
Þú leiðir mig í svarta nótt
Þegar heldur auðnin til í mér, ég finn ekki orðin
Er kvelja raddir mína ró
Þú breiðir yfir mig svarta nótt