Ég skildi aldrei neitt og öðru fæ ég aldrei gleymt
Fellur sólin, brestur himinn í grát
Ég þagað get ekki meir, svart hjartað visnar upp og deyr
Líði árin man ég orðin þín, stíg í eldinn
Sem brennir ár, eitt og eitt
Hverfur þína leið; nei, enginn veit þinn veg
Hann horfinn sjónum er, þó kveð ég aldrei
Lifði minning yfir daga og ár
Lifði vonin sem hverfur brátt
Lifir nóttin yfir aldir og ár
Kvelur óttinn sem hverfur brátt
Daufur máni dylur andlit, óblíði dauði
Aldrei aftur, aldrei aftur svíður mig sorg
Ég gleymi aldrei þér, fágætur vinur varst þú mér
Gegnum árin biðu örlögin, svæfa hjartað seint
Veðraóp, kaldur sjór
Hverfur þína leið; nei, enginn veit þinn veg
Hann horfinn sjónum er, þó kveð ég aldrei
Ég skildi aldrei neitt, þó kveð ég aldrei
Ég þagað get ekki meir, þó kveð ég aldrei