Augun störðu í löngu liðna tíð.
Þú faldir vopnið sem skar í hörundið
En hendur féllu, hugurinn bar sár
Og draumar lifðu aldrei nætur af
Þú ert hér enn í stormi löngu lygnum
þú ert hér enn í straumum löngu lygnum
Raddir sögðu löngum ósönn orð
Og sárin blæða ef barið á þeim er
Þú grefur aldrei og gleymist aldrei það
Sem áður gerðist og mér er liðin tíð
Þú ert hér enn í straumum löngu lygnum
þú ert hér enn í stormi löngu lygnum